Skiptiheimsókn U3A félaga til Prag

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on email
Share on whatsapp
Skiptiheimsókn til Prag. u3a.is

19 félagsmenn í U3A Reykjavík fóru í heimsókn til Prag og ferðuðust til borganna Budejovice, Bratislava og Vínarborgar 22.-29. maí sl.

Tekið var á móti hópnum í Prag þar sem gist var hjá heimamönnum, gestgjöfum sem voru félagsmenn í Eurag Prag. Dana Steinova hjá Eurag Prag skipulagði heimsóknina og dagskrána en Birna Sigurjónsdóttir og Guðrún bjarnadóttir sáu um skipulagið af hálfu U3A Reykjavík.

Í ferðinni heimsótti hópurinn m.a. bæinn Césky Krumlov sem er á heimsminjaskrá Unesco og skoðaði dropasteinshellinn DRINY CAVE í Slóvakíu.

Tilgangur skiptiheimsókna er gagnkvæm kynni og ferðahópurinn mun taka á móti gestgjöfunum frá Prag hér heima í byrjun september og skipuleggja fyrir þá ekki síður viðburðarríka heimsókn til Íslands.

Scroll to Top Skip to content