Námskeið og fræðslufundir

Námskeið af ýmsu tagi eru hryggjarstykkið í starfi u3a.is

Kjarni starfsemi U3A Reykjavík eru vikulegir fræðslufundir á þriðjudögum kl. 16:30 – 18:00 í Hæðargarði 31. Fræðimenn á ýmsum sviðum hafa verið fengnir til að fjalla um fjölbreytt efni, s.s. Laugavegur fyrr og nú, Kirkjur á Íslandi, Jöklar á hverfanda hveli svo eitthvað sé nefnt. Þessir fræðslufundir hafa verið vel sóttir að undanförnu og að meðaltali eru gestir um 65 talsins.

Á fyrsta félagsfundi að hausti er leitað eftir hugmyndum félagsmanna að umfjöllunarefni og stjórnin vinnur síðan úr þeim hugmyndum sem þar koma fram.

Auk fræðslufunda er reglulega efnt til námskeiða um ýmis efni. Þar má nefna námskeiðið: Gríptu tækifærið þar sem fjallað er um mikilvægar spurningar sem fólk á miðjum aldri þarf að velta fyrir sér. Hvernig viltu njóta áranna eftir miðjan aldur sem best? Viltu breyta einhverju? Áttu drauma eða langanir sem enn hafa ekki ræst?

Hugmyndir, sem hafa verið uppi á borðinu eru til dæmis:
Kynna íslenska tónlist
Fjalla meira um jarðfræði t.d. eldfjöll
Þjóðfræði
Merkir Íslendingar
Upphaf byggðar og fornleifarannsóknir í miðbænum
Þekkt leikrit
Íslenskir myndlistarmenn – íslensk listasaga
Lönd og borgir
Átthaganámskeið t.d. Vestmannaeyjar eða hverfi í Reykjavík

Ef þú vilt koma með hugmynd að umfjöllunarefni/fyrirlesara á framfæri þá getur þú send netpóst merkt hugmyndir á netfangið u3areykjavik@u3a.is.

Scroll to Top
Skip to content