Virkni á þriðja æviskeiðinu

Virkni á öllum sviðum hefur skilað félagsmönnum U3A þátttöku í spennandi verkefnum. u3a.is

Mikil vitundarvakning hefur orðið í samfélaginu og meðal fólks á efri árum um það hve mikilvægt er að vera virk á þriðja æviskeiðinu. Það er eitt af hlutverkum U3A Reykjavík að vera vettvangur upplýsingar, þekkingar og virkni hugans.

Það skiptir miklu máli að íslenskt samfélag láti sig varða mannauð og velferð þriðja æviskeiðsins og átti sig á mikilvægi þess fyrir samfélagið í heild. Því þarf að skapa aukin tækifæri fyrir þennan hóp til að þróast í starfi og leik. Auðvelt aðgengi að upplýsingum, þjálfun, þekkingu og afþreyingu er lykilatriði.

Erlendis hafa fræðimenn skoðað þriðja æviskeiðið og ellina frá nýjum sjónarhóli, sjónarhóli jákvæðu sálfræðinnar. Jafnframt þekkjum við hvernig menningin hefur fram að þessu lýst þessu aldursskeiði sem brautinni niður á við. Aftur á móti virðist hamingjan fara að aukast upp úr fimmtugu, og kannanir benda til að fólk sem lítur jákvæðum augum á hækkandi aldur standi sig betur, líkamlega og vitsmunalega, en þegar viðhorfin eru neikvæð. Og viðhorfum má breyta með aukinni fræðslu.

Scroll to Top
Skip to content