Virkni á þriðja æviskeiðinu

Virkni á öllum sviðum hefur skilað félagsmönnum U3A þátttöku í spennandi verkefnum. u3a.is

Mikil vitundarvakning hefur orðið í samfélaginu og meðal fólks á efri árum um það hve mikilvægt er að vera virkur á þriðja æviskeiðinu. Það er eitt af hlutverkum U3A Reykjavík að vera vettvangur upplýsingar, þekkingar og virkni hugans.

Það skiptir miklu máli að íslenskt samfélag láti sig varða mannauð og velferð þriðja æviskeiðsins og átti sig á mikilvægi þess fyrir samfélagið í heild. Því þarf að skapa aukin tækifæri fyrir þennan hóp til að þróast í starfi og leik. Auðvelt aðgengi að upplýsingum, þjálfun, þekkingu og afþreyingu er lykilatriði.

Niðurstöður BALL verkefnisins verða að mörgu leyti leiðarljós í því efni og verður unnið að framgangi þeirra hugmynda sem þar eru settar fram. Þá verða alþjóðatengsl nýtt enn frekar til að auðga starfið, taka við og miðla nýjum hugmyndum.

Scroll to Top
Skip to content