U3A er skammnefni Háskóla þriðja æviskeiðsins – University of the Third(3rd) Age
Með orðinu háskóli er hér átt við upprunalegu merkingu orðsins sem er hópur fólks sem vill helga tíma sinn því að fræðast og fræða. Heiti félagsins felur ekki í sér að félagsmenn skulu vera með háskólamenntun að baki. Allir eru velkomnir sem vilja miðla og/eða bæta við sig þekkingu.
Þegar rætt er um hin mismunandi æviskeið er bernskan og unglingsárin oft kölluð fyrsta æviskeiðið, þá tekur við annað æviskeiðið sem er þá meginhluti starfsáranna með barnauppeldi, skyldur og skuldir.
Þriðja æviskeiðið, sem kannski má kalla „hin gullnu fullorðinsár“ tekur svo við. Þá er átt við þann tíma fullorðinsáranna sem einkennist af minni ábyrgð en fyrr á ævinni, oft viðunandi fjárhagsstöðu og góðri almennri heilsu. Þetta æviskeið, efri ár ævinnar í starfi og eftirlaunaaldurinn, getur varað í mörg ár og áratugi og í nútíma samfélagi á fólk margra kosta völ þegar kemur að því að leita lífsfullnægju og finna sér tilgangsrík viðfangsefni. Þetta „þriðja“ æviskeið á sér tiltölulega skamma sögu og er nátengt auknum lífslíkum þjóða og mannfjöldaþróun í samfélögum nútímans. Þau ár sem tengja má þessu skeiði eru breytileg frá einum einstaklingi til annars, en starfisamtakanna U3A Reykjavík er beint að árunum eftir fimmtugt.