Heimsóknir

heimsóknir í fyrirtæki og stofnanir eru stór hluti af upplifun félaga í U3A.is

Heimsóknir og kynnisferðir til áhugaverðra stofnana og fyrirtækja eru hefðbundinn liður í starfseminni. Mikil þátttaka er almennt í þessum heimsóknum og afar vel tekið á móti hópnum og miklum fróðleik miðlað. Til að nefna dæmi þá var á starfsárinu 2019-2020 farið í heimsókn í Ljósið sem er endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þess, í Sólheima í Grímsnesi, í Árbæjarsafn og heimsókn í Fablab í Breiðholti.

Ertu með hugmynd að heimsókn/kynnisferð? Sendu þá póst á netfangið u3areykjavik@u3a.is og við hlökkum til að skipuleggja ferðina með þér.

Scroll to Top
Skip to content