HeiM (Heritage in Motion). Leiðir að menningararfinum

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on email
Share on whatsapp
HeiM hefur að markmiði að eldra fólk læri að nýta snjalltæki til að miðla kunnáttu sinni til annarra. u3a.is

U3A Reykjavík hóf þátttöku í nýju Erasmus+ verkefni, HeiM verkefninu, í nóvember 2018. Í verkefninu er unnið að því að fólk á efri árum læri að nota snjalltæki til þess að hanna leiðir að menningararfi og –minjum og deila kunnáttu sinni til annarra á vefnum. Verkefninu er stjórnað af UPUA (Universidad Permanente) í Alicante, Spáni, og aðrir samstarfsaðilar eru POUZ (Public Open University) í Zagreb, Króatíu og TDW (Democratic Society East Foundation) í Varsjá, Póllandi.

Að lokinni undirbúningsvinnu og könnunum var haldið námskeið haustið 2019 um ýmsa þætti menningararfsins, skilning á honum og túlkun hans með áherslu á þarfir og áhuga eldra fólks fyrir virkni og heilbrigði á efri árum. Sérstaklega var leiðahugbúnaðurinn Wikiloc kynntur og farið yfir hvernig snjalltækin nýtast til að hanna leiðir að menningararfi. Á árinu 2020 hafa síðan teymi úr þeim hópi sem sótti námskeiðið unnið að hönnun fimm leiða í hverju samstarfslandanna.

Verkefnið hefur tafist nokkuð vegna Covid-19 takmarkana á samkomum og samskiptum en gert er ráð fyrir að leiðirnar verði kynntar í lok sumars 2020 og að verkefninu ljúki í janúar 2021.

Allar upplýsingar um verkefnið má finna á vefsíðu þess: https://www.heimheritage.eu/, þar á meðal fréttabréf sem birta  reglulega upplýsingar um framgang verkefnisins.

Scroll to Top
Skip to content