Látum það ganga

Við vekjum athygli á rafrænu fréttabréfi tengslanetsins Pass It On Network (PION). Fréttabréfið heitir Global PIONeer Gazette  og er gefið út reglulega. Hér kynnum við það nýjasta, maí/júní fréttabréfið, sem kom út 18. júní síðastliðinn og var dreift til áskrifenda:

Global PIONeer Gazette – May/June 2024 (aweber.com)

Þar er að finna margvíslegan fróðleik og fréttir af því sem gerist í málefnum og réttindabaráttu eldra fólks víða um heim, en tengslanetið er mjög víðfeðmt og nær til nánast allra heimshorna. Sjá vefsíðuna:

Welcome – Pass It On Network

U3A Reykjavík hefur í mörg ár verið í góðum tengslum við netið, átt góð og virk samskipti og tekið þátt i gagnkvæmri miðlun þess sem þar ber á góma. Hans Kristján Guðmundsson, fyrrrum formaður U3A Reykjavík, hefur verið virkur fulltrúi okkar í þeim samskiptum. Tengslanetið hefur verið virkt á ýmsum vettvangi, þar á meðal í starfi vinnuhóps Sameinuðu þjóðanna um réttindi eldra fólks. Í hverjum mánuði eru haldnir opnir rafrænir fundir á Zoom þar sem tekin eru fyrir ýmis mál sem efst eru á baugi hverju sinni. Fundirnir eru teknir upp og hægt að horfa og hlusta á umræðurnar á youtube-rás tengslanetsins:

Pass It On – YouTube

Á næsta fundi, 8. Júlí, verður skoðuð og rædd staða eldra fólks sem býr einsamalt án stuðnings fjölskyldu og barna – kallað á ensku „Solo Ageing“. Framsögu hefur Sara Zeff Geber PhD, sem hefur rannsakað mál þessa stækkandi hóps í samfélagi nútímans.

Við hvetjum öll sem áhuga hafa og vinna að málefnum eldra fólks til að kynna sér það sem þetta magnaða tengslanet hefur upp á að bjóða og taka þátt í því sem nafn netsins beinir til okkar „að láta það ganga“.

Scroll to Top
Skip to content