HeiM-klúbbur

HeiM klúbburinn varð til í framhaldi af HeiM, Heritage in Motion, verkefninu sem U3A Reykjavík tók þátt í ásamt Spáni, Póllandi og Króatíu. Í verkefninu voru skráðar alls 21 leið að menningararfi viðkomandi lands, þar af fimm í Reykjavík. Markmið með starfi HeiM klúbbsins er fyrst og fremst að skrá nýjar leiðir að menningararfi í Reykjavík eða annarsstaðar á landinu. Önnur markmið eru að auka stafræna færni eldra fólks, efla vitund um menningararfinn og að viðhalda tengslum við samstarfsaðila í HeiM verkefninu.

Á stofnfundi klúbbsins sem var haldinn var vorið 2022 mættu tuttugu og fimm áhugasamir en lítil þátttaka var á tveimur fundum klúbbsins haustið 2022 og á námskeiði um Wikiloc appið, sem þarf að kunna til þess að geta skráð nýjar leiðir. Félagar í HeiM klúbbnum eru taldir um tíu manns. Ein leið að menningararfi hefur þegar verið skráð og fleiri eru væntanlegar með vorinu.

Stjórnandi hópsins er Ingibjörg Rannveig Guðlaugsdóttur, Ingibjorg.Rannveig@gmail.com

Scroll to Top
Skip to content