Bókmenntahópur

Bókmenntahópur

Umsjón með bókmenntahópi hefur Ásdís Skúladóttir. Hópurinn hittist á þriggja vikna fresti kl. 19:30-21:00 í Félagsmiðstöðinni Hæðargarði 31. Á fundum er rætt um áhugaverðar bækur sem félagar hafa lesið.

Stundum er fólk hvatt til að lesa ákveðna bók eða höfund en aldrei er um skyldulesningu að ræða. Stundum koma í heimsókn rithöfundar og/eða bókmenntafræðingar. Fyrsti fundur á nýju ári er miðvikudaginn 25. janúar. Fjöldi þátttakenda er takmarkaður en nýskráning er á hverju hausti.

Scroll to Top
Skip to content