Starfið

Kynntu þér starfið í U3A og þú verður ekki fyrir vonbrigðum. Svo lengi lærir sem lifir!

50+ að fræðast og kynnast

Starfsemi félagsins fer fram með vikulegum fyrirlestrum um fjölbreytt efni, námskeiðum, hópastarfi, heimsóknum í stofnanir, fyrirtæki og söfn og ferðalögum innanlands og utan. Starfsemin er breytileg eftir áhugasviði félaga á hverjum tíma.

Markmið starfsins er að stuðla að fræðslu og virkni félagsmanna, efla kynni við aðra innan og utan U3A samtakanna hvar sem er í heiminum og taka þátt í rannsóknum og samstarfsverkefnum innanlands sem utan.

Samþykktir u3a Ísland. u3a.is
ferðalög, fyrirlestrar, námskeið og hópastarf. u3a.is

Starfið í hnotskurn

Hér má sjá dæmi um starfsemi U3A á undanförum árum:

Hópar: Bókmenntahópur, hópur um alþjóðastarf og menningarhópur
Námskeið: Gríptu tækifærið, notkun samfélagsmiðla og námskeið um engla.
Heimsóknir: Listasafn Reykjavíkur, Gerðarsafn, Reykholt, Hafrannsóknarstofnun og Fablab í Breiðholti.
Ferðir:  Vestmannaeyjar, Dalirnir, Baskalandsferð og Indlandsferð.
Erlend samskipti: Heimsókn frá U3A Vilnius, skiptiheimsókn Eurag Prag og U3A Reykjavík.
Evrópusamstarfsverkefni: Ball, Catch the Ball, HeiM-verkefni.

Í lok ársins 2018 hófst samstarfsverkefnið HeiM, Heritage in Motion – Leiðir að menningararfinum, einnig styrkt af Erasmus+. Þar er unnið að því að fólk á efri árum læri að nota snjalltæki til þess að hanna leiðir að menningarminjum og deila kunnáttu sinni til annarra á vefnum.

Hér má finna ítarlegri upplýsingar um U3A og á vefsíðum, þegar U3A er skrifað sem leitarorð.

Næst Næsti viðburður
23 september 2024
  • 00

    dagar

  • 00

    klukkustundir

  • 00

    mínútur

  • 00

    sekúndur

Lyfjafræðistofnun
Scroll to Top
Skip to content