Félagið og sagan

U3A félagið og sagan, undirbúningshópur, 2012

U3A til Íslands

Reykjavík var stofnað 16. mars 2012 sem fyrstu U3A samtökin á Íslandi. Fyrsti formaður þeirra, Ingibjörg R. Guðlaugsdóttir, kynnti sér starf U3A á netinu og eftir að hafa farið á alþjóðlega ráðstefnu, World U3A Conference 2010, í Chitrakoot á Indlandi kom upp sú hugmynd að stofna U3A samtök hér á landi. Undibúning að stofnun þeirra önnuðust Ásdís Skúladóttir, Ingibjörg R. Guðlaugsdóttir, Lilja Ólafsdóttir og Helga Margrét Ólafsdóttir.

Félagar

2012 – Stofnfélagar í U3A Reykjavík voru 49, þar af gerðist 31 félagi fyrsta starfsári samtakanna.

Evrópsk samstarfsverkefni

Árið 2014 hófst nýtt skeið í starfi samtakanna þegar gengið var til samstarfs við önnur U3A samtök erlendis um rannsóknarverkefni í málefnum sem tengjast þriðja æviskeiðinu, virkri og farsælli öldrun og ævinámi. Samstarfsverkefnin hafa verið unnin með aðilum frá Bretlandi, Litháen, Króatíu, Póllandi og Spáni og má fræðast meira um það starf á síðunni um erlent samstarf. Verkefnin eru unnin með styrk frá Erasmus+ áætlun ESB auk innlendra styrktaraðila og hafa niðurstöður þeirra vakið talsverða athygli innanlands sem utan. U3A Reykjavík reka nú eina af afurðum þessara verkefna, Vöruhús tækifæranna

Scroll to Top
Skip to content