Erlent samstarf

U3A á í víðtæku erlendu samstarfi og tekur þátt í spennandi fjölþjóðlegum verkefnum.

U3A Reykjavík hefur frá upphafi verið í nánum og góðum tengslum við hið alþjóðlega U3A samfélag háskóla þriðja æviskeiðsins, en upphaf stofnunar U3A á Íslandi má rekja til undirbúnings og  þáttöku Ingibjargar Rannveigar Guðlaugsdóttur í alþjóðaráðstefnu World U3A, 2010, í Chitrakoot á Indlandi. Með aðstoð Ian Funells frá bresku U3A samtökunum og Tom Holloway hjá World U3A var svo ráðist í að stofna U3A Reykjavík í mars 2012 í anda bresku leiðarinnar sem sjálfstæð félagasamtök.

Frá árinu 2014 hefur U3A Reykjavík verið aðili að AIUTA, alþjóðasamtökum U3A. Íslenskir fulltrúar hafa nokkrum sinnum tekið þátt í árlegum ráðstefnum þessara samtaka, 2013 í Uppsölum, Svíþjóð, 2015 í Alicante , Spáni, 2016 í Osaka, Japan. Í Alicante og í Osaka var starf og staða U3A á Íslandi kynnt í erindum sem líka var fyrirhugað 2018 í Barcelona, Spáni og 2020 í Sherbrooke, Kanada en ekki varð úr þátttöku vegna veikinda og svo Covid-19 faraldursins. Fulltrúar U3A Reykjavík hafa flutt erindi á nokkrum þessara ráðstefna, sem hafa birst í ráðstefnuritum AIUTA.

English version of the U3A.is project. u3a.is

U3A Reykjavík. University of the Third Age. English.

1. Aims and Objectives U3A Reykjavík, University of the Third Age, is an independent association of people in or approaching their “third age”, i.e. over ...

KYNNTU ÞÉR ERLENDU VERKEFNIN OG SAMSTARFIÐ

Scroll to Top
Skip to content