Erlent samstarf
U3A Reykjavík hefur frá upphafi verið í nánum og góðum tengslum við hið alþjóðlega U3A samfélag háskóla þriðja æviskeiðsins, en upphaf stofnunar U3A á Íslandi má rekja til undirbúnings og þáttöku Ingibjargar Rannveigar Guðlaugsdóttur í alþjóðaráðstefnu World U3A, 2010, í Chitrakoot á Indlandi. Með aðstoð Ian Funells frá bresku U3A samtökunum og Tom Holloway hjá World U3A var svo ráðist í að stofna U3A Reykjavík í mars 2012 í anda bresku leiðarinnar sem sjálfstæð félagasamtök.
Frá árinu 2014 hefur U3A Reykjavík verið aðili að AIUTA, alþjóðasamtökum U3A.Íslenskir fulltrúar hafa nokkrum sinnum tekið þátt í árlegum ráðstefnum alþjóðasamtakanna, 2013 í Uppsölum í Svíþjóð, 2015 í Alicante á Spáni, 2016 í Osaka í Japan og 2023 í Pamukkale í Tyrklandi. Hverju sinni hafa fulltrúar kynnt starf og stöðu U3A á Íslandi í erindum. Þátttaka var fyrirhuguð 2018 í Barcelona á Spáni og 2020 í Sherbrooke í Kanada en ekki varð úr þátttöku í fyrra skiptið vegna veikinda og svo vegna Covid-19 faraldursins. Fulltrúar U3A Reykjavík hafa flutt erindi á nokkrum þessara ráðstefna, sem hafa birst í ráðstefnuritum AIUTA.
Hér fyrir neðan má sjá lýsingar á erlendum samstarfsverkefnum á vegum U3A Reykjavík
Hjördís Hendriksdóttir og Birna Sigurjónsdóttir
á alþjóðlegri ráðstefnu U3A í Pamukkale, Tyrklandi 2023
F.v.: Bülent Atan, varaforseti U3A í Tyrklandi, Francois Vellas, forseti Alþjóðasambands U3A, Hjördís og Birna.