Viðburðir U3A Reykjavík í mars 2022

Viðburðir U3A Reykjavík í mars 2022

Fjölbreyttir fyrirlestrar verða á dagskrá í mars eins og endranær en aðalfundur er sá viðburður sem hæst ber. Í samþykkt félagsins 8. gr. er kveðið á um aðalfund, þar segir:

Aðalfundur hefur æðsta vald í málefnum samtakanna. Hann skal haldinn í mars ár hvert og telst löglegur ef til hans er boðað rafrænt eða bréflega með minnst 15 daga fyrirvara. … Í fundarboði skal tilgreina dagskrá, tillögur að breytingum á samþykkt samtakanna, ásamt öðrum tillögum sem borist hafa og bera þarf undir atkvæði aðalfundar. Stjórn samtakanna skipuleggur og ber ábyrgð á framkvæmd aðalfundar. Allir skráðir félagar hafa atkvæðisrétt á aðalfundi.

Nú er aftur hægt að bjóða gestum í sal í Hæðargarð til að njóta þess að hlýða á fyrirlestra og taka þátt í umræðum en jafnframt verður streymt eins og verið hefur og fyrirlestrarnir verða áfram aðgengilegir fyrir félagsmenn í viku eftir flutning.

Dagskrá í mars.

1.mars kemur til okkar Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur og fjallar um loftslag og sveiflur í veðri frá fyrri tíð og setja í samhengi við hugmyndir manna um hlýnandi veðurfar og afleiðingar loftslagsbreyting hér á landi.

8. mars flytur Guðrún Bjarnadóttir, sálfræðingur og talmeinafræðingur erindi sem hún nefnir: Læsi og lesblinda – rökstuddar vangaveltur.

10. mars verður lokafundur námskeiðs um Gyðinga, sögu, siði og menningu. Á fundinum verður kannaður áhugi á ferð um slóðir Gyðinga í Evrópu  og – ef svo fer – byrjað að undirbúa og skipuleggja þannig ferð.

15. mars kemur til okkar Hafdís Hanna Ægisdóttir, líffræðingur og segir m.a. frá kvennaferð á Suðurskautið.

22. mars verður aðalfundur U3A Reykjavík haldinn í Hæðargarði 31. Hann verður auglýstur með dagskrá skv. samþykkt félagsins.

29. mars koma til okkar Árni Kristjánsson og Vala Ósk Fríðudóttir frá Amnesty International. Þau ætla að kynna samtökin og fjalla um mannréttindi í víðum skilningi.

Menningarhópur áætlar að heimsækja Listasafn Einars Jónssonar í mars en heimsóknin hefur ekki verið dagsett enn.

Scroll to Top
Skip to content