Heimsókn menningarhóps í Dómkirkjuna í Reykjavík

Fimmtudaginn 24. febrúar heimsótti menningarhópurinn Dómkirkjuna í Reykjavík. Þar tók á móti okkur sr. Sveinn Valgarðsson dómkirkjuprestur. Hann sagði okkur sögu kirkjunnar, hún var vígð 1796 en endurbyggð 1848 að forsögn arkitektsins, L. A. Winstrup. Þá var hún hækkuð og byggður kór, forkirkja og turn.  Hún hefur nokkrum sinnum fengið gagngerar endurbætur, síðast 1985 og svo um aldamótin síðustu. Dómkirkjan var fyrsta byggingin sem var reist með tilliti til þess að Reykjavík skyldi vera höfuðstaður landsins (Saga dómkirkjunnar, 1996. Sr. Þórir Stephensen). Við gengum um kirkjuna og skoðuðum m.a. skírnarfontinn eftir Thorvaldsen sem kom í Dómkirkjuna árið 1839. Hópurinn fór einnig upp á kirkjuloftið en Landsbóka-, Þjóðminja- og Þjóðskjalasafnið hófu öll starfsemi sína á kirkjulofti Dómkirkjunnar. Síðar voru þar bækistöðvar Hins íslenska bókmenntafélags. Á kirkjuloftinu er líkan af gömlu Dómkirkjunni.

Sr. Sveinn fær bestu þakkir fyrir móttökurnar og fróðleikinn.

Scroll to Top
Skip to content