U3A Reykjavík og VT fá styrki frá Félags- og vinnumarkaðsráðuneyti

Styrkur 2023-03-13

U3A Reykjavík og Vöruhús tækifæranna sóttu sameiginlega um styrki til reksturs og til þess að þýða efni á heimasíðum sínum á ensku og pólsku til  Félags- og vinnumarkaðsráðuneytis sl. haust. Við hátíðlega athöfn mánudaginn 13. mars 2023 var styrkjum úthlutað. U3A og VT fengu úthlutað til beggja verkefna sem sótt var um. Birna Sigurjónsdóttir, formaður U3a Reykjavík tók á móti styrkveitingunni úr hendi Guðmundar Inga Guðbrandssonar félags- og vinnumálaráðherra.

Scroll to Top
Skip to content