Vorferðir U3A Reykjavík og menningarhóps

Að þessu sinni verður farið í tvær vorferðir á vegum U3A Reykjavík. Sú fyrri er á vegum menningarhópsins og verður farin 24. maí og er dagsferð til Vestmannaeyja, verð 19.600.. Á dagskrá er m.a. leiðsögn í rútu um Heimaey, heimsókn í Eldheima og kvöldverður á Einsa kalda með Eyjatónlist. Sjá nánar í meðfylgjandi dagskrá.

Vestmannaeyjar 24. maí 2023

Síðari ferðin verður farin 7. júní  og er: Ullarævintýri á Suðurlandi, verð 15.900. Viðkomustaðir eru m.a. Hespuhúsið, Uppspuni og Þingborg, sjá nánar í meðfylgjandi dagskrá.

Ullarævintýri á Suðurlandi

Skráning í ferðirnar verður opnuð fljótlega eftir páska. Takið daginn frá hvort sem þið stefnið á Vestmannaeyjar eða Suðurland.

Stjórn U3A Reykjavík

Scroll to Top
Skip to content