Laugardagsgangan 16. október

Í göngu U3A Reykjavík laugardaginn 16. október skoðuðu 17 félagar í samtökunum styttur í miðborg Reykjavíkur undir leiðsögn Birnu Halldórsdóttur, leiðsögumanns og félaga í U3A. Gangan fylgdi styttunum eftir tímalínu sögunnar og sagði Birna frá þeim og  listamönnunum sem skópu þær, alls 15 talsins og þar af sex karlmenn og níu konur. Flestir listamanna voru menntaðir í listaskólum á meginlandi Evrópu sem hafði áhrif á listsköpun þeirra sem aftur hafði áhrif á íslenska menningu. Birna sagði skemmtilega frá og fékk lófaklapp frá þátttakendum í lok göngunnar.

Allmargir göngumenn settust í kaffihúsið Aleppo eftir göngu og fengu sér í svanginn.

Ítarlegri upplýsingar um leiðina er að finna á https://u3a.is/reykjavik-sogulegar-styttur/ og https://www.heimheritage.eu/sites/default/files/2021-02/HeiM-Route_IS5-IS.pdf  Þess má geta að eitt af smáforritum Listasafns Reykjavíkur er  “Útilistaverk í Reykjavík”og má hlaða því niður ókeypis á snjallsíma.

Scroll to Top
Skip to content