Gengið um Hólavallakirkjugarð

Laugardaginn 9. október gengu 17 félagar í U3A um Hólavallakirkjugarð með leiðsögn Ingibjargar R. Guðlaugsdóttur. Gengið var á milli járngerðra minningarmarka, nánar tiltekið krossa úr pottjárni, en fjöldi þessara minningarmarka og járngrindverka í garðinum er ein ástæða þess að hann er talinn einstakur. Ingibjörg sagði frá kirkjugarðinum, járnkrossum á leiðum og táknum á þeim og rakti lauslega æviágrip þeirra sem þar hvíla. Einnig er sagði hún frá líkhúsi sem áður var í Hólavallagarði en er nú klukknaport garðsins.

Að göngu lokinni þáðu nokkrir þátttakenda kaffiboð hjá Kristófer Jónatanssyni sem býr í nágrenni garðsins.

Ítarlegar upplýsingar um gönguleiðina sem var hönnuð í HeiM-verkefninu má finna á slóðinni: https://u3a.is/gengid-um-holavallagard-3/

 

 

Scroll to Top
Skip to content