Gengið um Hólavallagarð

Menningarlegur og listrænn arfur í kirkjugarðinum. Hólavallagarður

Leiðin liggur um Hólavallagarð við Suðurgötu og varpar Ijósi á menningar- og listrænan arf í kirkjugarðinum. Gengið er á milli járngerðra minningarmarka, nánar tiltekið krossa úr pottjárni, en fjöldi þessara minningarmarka og járngrindverka í garðinum er ein ástæða þess að hann er talinn einstakur. Um eitt minningarmarkanna er sagt að það „…myndi sóma sér sem aldarprýði í hvaða kirkjugarði Norðurálfu sem væri“.

í göngunni er sagt frá kirkjugarðinum, járnkrossum á leiðum og táknum á þeim og lauslega rakin æviágrip þeirra sem þar hvíla. Einnig er sagt stuttlega frá líkhúsi sem áður var í Hólavallagarði.

Leiðin er góður kostur fyrir þá sem ekki geta gengið langt eða vilja skoða menningararf í næsta nágrenni við sig. Hún getur einnig verið hvati að hönnun annarra leiða í garðinum.

Scroll to Top
Skip to content