Reykjavík, sögulegar styttur

Óþekkti embættismaðurinn

Reykjavík – Sögulegar styttur

Göngunni milli styttna í miðborg Reykjavíkur má lýsa sem göngu um evrópska og íslenska menningar- og listasögu. Stytturnar eru mikilvæg kennileiti Reykjavíkur og endurspegla sögu þjóðarinnar. Gangan hefst og lýkur á Arnarhóli við styttu Ingólfs Arnarsonar. Hún fylgir síðan eftir tímalínu sögunnar og leiðir okkur milli styttna af okkar áhrifamestu persónum í sögulegu og listrænu samhengi.

Listaverkin og höfundar þeirra eru stuttlega kynntir. Flestir þessara listamanna voru menntaðir í listaskólum á meginlandi Evrópu eins og má sjá af verkum þeirra og það er ekki síður áhugavert að sjá áhrif þess á íslenska menningu.

Gangan er auðveld og nóg af bekkjum á leiðinni til að fá sér sæti á og hvílast. Listasafn Reykjavíkur gerði árið 2019 að ári útilistaverka. Smáforriti safnsins “Útilistaverk í Reykjavík” má hlaða niður ókeypis á snjallsíma.

Scroll to Top
Skip to content