Gönguleið í náttúrunni í Elliðaárdal

Gönguleið í náttúrunni í Elliðaárdal

Elliðaárdalur er eitt vinsælasta útivistarsvæði Reykjavíkur og stærsta græna svæðið í borginni. Dalurinn býður upp á fjölbreytt umhverfi hvað varðar landslag, jarðfræði, fugla, fisk og gróður, en Elliðaárnar eru þó þungamiðja svæðisins. Í dalinn leitar fjöldi fólks allt árið, sérstaklega úr hverfunum í nágrenni hans.

í norðurjaðri Elliðaárdalsins er byggðasafn Reykjavíkur, Árbæjarsafn, þar sem áður var býlið Árbær, þar sem var rekin gisti og veitingaþjónusta um aldir fyrir bændur sem voru að reka kvikfé til Reykjavíkur til slátrunar og selja aðrar afuröir sínar.

Leiðin hefst við Rafstöðina við Elliðaár, þriggja megawatta raforkuver sem vígt var árið 1921 af hans hátign Kristjáni tíunda konungi yfir Danmörku og Íslandi.

Scroll to Top
Skip to content