Sólstöðuganga í Viðey

Viðey

Sólstöðuganga

Mannkynið hefur fagnað sumar- og vetrarsólstöðum í þúsundir ára um alla Evrópu og víðar og gera það jafnvel í dag þótt þær séu ekki eins mikilvægar og áður. Fólki finnst sólstöðudagarnir heillandi og skipuleggur alls kyns hátíðir til heiðurs tímamótum á tengslum jarðar við sólina.

í Reykjavík og nágrenni hafa farið fram sumarsólstöðugöngur síðan 1985, síðustu 10 árin í Viðey í Kollafirði. Wikiloc© leiðin sem hér er sýnd er önnur af tveimur helstu gönguleiðum á sumarsólstöðum í Viðey. Gangan hefst með um tíu mínútna ferjuferð yfir Viðeyjarsundið.

Fjölbreytt saga Viðeyjar frá 12.öld er allvel þekkt. í eina tíð var Viðey ríkt menningar- og valdasetur á íslandi en á öðrum tímum gróðursæl bújörð byggð bændafólki. í seinni tíð hefur Viðey endurlífgast sem staður fornleifa og endurgerðra sögulegra bygginga. Auk þess að vera sögustaður, er Viðey í dag ekki síður vinsæl meðal fjölskyldna í Reykjavík og nágrenni til útivistar og náttúruskoðunar.

Scroll to Top
Skip to content