Laugarnes í Reykjavík

Söguleg og menningarleg arfleifð í Laugarnesi og á Kirkjusandi

Laugarneskampur og í dag eru þar íbúðir og listasafn. Á Kirkjusandi risu hús undir atvinnustarfsemi á fyrri hluta 20. aldar sem stórhuga menn reistu fyrir fisk- og kjötvinnslu þegar gert var ráð fyrir að höfn yrði byggð við Kirkjusand. Atvinnustarfsemi lagðist af þegar áætlanir um höfn breyttust en sum húsanna standa enn og hafa fengið nýtt hlutverk.

Leiðin að menningararfinum í Laugarnesinu og Kirkjusandi er auðveld ganga fyrir fimmtíu ára og eldri og tekur um eina og hálfa klukkustund en lengur ef staldrað er við til þess að njóta útsýnisins sem er fagurt til fjalla og sjávar.

Leiðin lýsir vel samspili manns og náttúru þar sem auðlindirnar eru nýttar til lífsviðurværis. Saltfiskurinn sem unninn var á Kirkjusandi og fluttur út til Suður-Evrópu gefur sterk tengsl við evrópska menningu

Scroll to Top
Skip to content