Heimsókn í Rokksafnið í Reykjanesbæ

Föstudaginn 22. október fóru 11 félagar í U3A Reykjavík í heimsókn á Rokksafnið í Reykjanesbæ að frumkvæði menningarnefndar U3A. Þar var tekið á móti hópnum og við frædd um sögu hússins sem áður var félagsheimilið Stapinn. Húsið var tekið í notkun 1965 og þar átti rokkið átti heima á síðustu öld! Nú er húsið nefnt Hljómahöll og hýsir tónlistaskólann og Rokksafnið auk þess sem þar eru ráðstefnusalir og fundaraðstaða fyrir sveitarstjórn Reykjanesbæjar. Að lokinni leiðsögn um húsið naut hópurinn þess að skoða Rokksafnið sem geymir muni og minningar frá rokktímabilinu. og allt til nútíma.

Eftir heimsókn á safnið var haldið á kaffihús og þar hittum við félaga í U3A Suðurnes og áttum með þeim notalega samverustund í spjalli og kynningu. Mál manna var að við þyrftum að koma á frekari gagnkvæmum heimsóknum.

Scroll to Top
Skip to content