Dagskrá U3A í janúar 2022

Gleðilegt ár!

Við stefnum að fjölbreyttum fyrirlestrum í janúar eins og áður, sá fyrsti verður þriðjudaginn 11. janúar og þá ætlar Jóhanna Jakobsdóttir, líftölfræðingur að koma til okkar og ræða stöðuna í Covid faraldrinum. Menningarhópur efnir til heimsóknar í Dómkirkjuna í Reykjavík 12. janúar kl. 11:00. Fimmtudaginn 13. janúar verður þriðji fundur í námskeiði Jóns Björnssonar og Þorleifs Friðrikssonar um Gyðinga, siði, sögu og menningu. Námskeiðið heldur svo áfram 20. janúar og 27. janúar verður fundur um hugsanlegt ferðalag á Gyðingaslóðir.

Þriðjudaginn 18. janúar kemur Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sálfræðingur til okkar og fjallar um jákvæða sálfræði og 25. janúar verður erindi um smitsjúkdóma með áherslu á mislinga og það er Erla Dóris Halldórsdóttir doktor í sagnfræði sem flytur það.

Á heimasíðu okkar u3a.is hefur nú verið birt yfirlit yfir fyrirlestra á vegum félagsins sl. tvö ár eða frá hausti 2020: https://u3a.is/yfirlit-fyrirlestra-u3a-reykajvik/

Sjáumst á komandi ári!

Stjórn U3A Reykjavík

Scroll to Top
Skip to content