Gengið í náttúrunni í Elliðaárdal

Laugardaginn 30. október s.l. gengu 20 félagar í U3A Reykjavík um Elliðaárdalinn í blíðskaparveðri undir leiðsögn Birgis Jónssonar og konu hans Dagrúnar Þórðardóttur. Gangan hófst og endaði við Rafstöðina sem tekið var í notkun 1921 og er nú talin safngripur. Í nálægð við íbúðarhús fyrrum stöðvastjóra er verið að að koma fyrir kaffistofu, vatnleikjasvæði og veitutorgi. Í göngunni fræddi Birgir þátttakendur m.a. um jarðfræði, raforku og og jarðhita dalsins og skógrækt og minntist myndar frá fyrri tíma af jakkafataklæddum starfsmönnun borgarinnar að gróðursetja tré. Í göngulok sagði Dagrún frá Guðna Georgs, listmálara og benti þátttakendum á hús hans. Kermóafossanir voru á sínum stað en svæðið þar í kring var leiksvæði barna í Árbænum og Breiðholti sem nefndu það Indjánagil. Ítarlegri upplýsinga um gönguleiðina er að finna á slóðinni: Gönguleið í náttúrunni í Elliðaárdal (ISL) Trail og á vef U3AReykjavík

Mynd: Vigdís Pálsdóttir.

Scroll to Top
Skip to content