Kynning á verkefninu Grey4Green

Fimmtudaginn 30. mars komu á fund umhverfishópsins Julie Kermerac og Renée Biasone frá Umhverfisstofnun. Þau kynntu Erasmus verkefnið Grey4Green sem Umhverfisstofnun vinnur að ásamt fulltrúum frá Danmörku og Portúgal. Hægt er að skoða kynningarglærur frá fundinum inni á FB-síðu umhverfishópsins. Markmið verkefnisins eru eftirfarandi:

Virkar aðgerðir í öldrunar- og loftslagsmálum með aðkomu eldri borgara að náttúruvernd

Grey4Green stefnir að því að stuðla að virkja aldraða og leggja sitt af mörkum til loftslagsaðgerða með þátttöku eldri borgara í sjálfboðaliðs-verkefnum í náttúruvernd og með virkjun starfsfólks sem starfar með eldri borgurum til að þróa og framkvæma slík verkefni.

Sérstök markmið Grey4Green með verkefninu eru:

  • Stuðla að félagslegri þátttöku eldri borgara,
  • Virk þátttaka í náttúruverndarverkefnum,
  • Stuðningur við eldri borgara og trygging meiri lífsgæða,
  • Búa til netsvæði (þar sem aðilar sem óska eftir sjálfboðaliðum geta fundið þá),
  • Berjast gegn loftslagsbreytingum.

Haldið verður námskeið fyrir skipuleggjendur nú í maí á Kýpur. Þar eru tvö sæti laus – þeir sem hafa áhuga geta haft samband við Julie hjá Umhverfisstofnun. Áætlað er að halda námskeið fyrir sjálfboðaliða í haust.

Umhverfishópur heldur áfram að fylgjast með verkefninu.

Scroll to Top
Skip to content