Hluti Prag-hópsins hittist

Hluti Prag-hópsins hittist á kaffihúsi í vikunni til að rifja upp ferðina til Tékklands og Slóvakíu og ferðirnar hér heima þegar gestgjafar okkar komu hingað og við fórum með þeim í ferðir. Skoðaðar voru myndir úr ferðunum og rifjuð upp gefandi samskipti heima og heiman. Skiptiheimsóknin milli U3A Reykjavík og EURAG Prag fór fram árið 2019 um vorið úti í Prag og haustið í Reykjavík, vikuheimsókn á hvorum stað. Gist var hjá heimafólki úti og svo tókum við á móti gestunum á heimilum okkar þegar tékkneski hópurinn kom hingað. Áherslan í skiptiheimsókninni var að gefa þátttakendum tækifæri til að kynnast fólki og stöðum í tengslum við heimamenn sem best þekkja til.

Hópurinn hefur haldið tengslum eftir ferðina með skilaboðum á FB-síðu og fyrirhugað er að hittast aftur seinna í sumar.

Scroll to Top
Skip to content