Viðburðir U3A Reykjavík á haustönn 2021

Félagsstarf U3A Reykjavík hefst aftur eftir sumarfrí með félagsfundi 7. september í Hæðargarði 31. Þar gefst félagsmönnum tækifæri til að koma á framfæri hugmyndum sínum og tillögum um vetrarstarfið. Fræðslufundir verða svo eins og áður vikulega á þriðjudögum kl. 16:30, þeim verður streymt til félaga jafnframt því sem félagar geta mætt í salinn til að taka þátt eftir því sem sóttvarnarreglur leyfa.

Dagskráin í september er fjölbreytt. 14. september kemur Grétar Þór Eyþórsson, stjórnmálafræðingur til okkar og fjallar um kosningarnar framundan. Heimsókn í Viðey er á dagskrá 11. september að frumkvæði menningarhóps. Námskeiðið: Hér var einu sinni mjólkurbúð, hefst 16. september, þar er kennt um gerð gönguleiða í Wikiloc. 21. september fáum við fyrirlestur um sögu íslensku handritanna sem Annette Lassen flytur og 28. september flytur Sigurður Reynir Gíslason erindi um Carbfix-verkefnið, að binda kolefni í berg. Gönguferðir verða einnig á dagskrá laugardaga í september.

Á dagskrá í haust verða einnig heimsóknir í söfn, stofnanir og fyrirtæki svo og námskeið og hópastarf. Í nóvember áætlum við að halda námskeið um sögu og menningu Gyðinga sem Jón Björnsson og Þorleifur Friðriksson sjá um. Sömuleiðis hefst hópastarf á vegum bókmenntahóps og menningarhóps í september. Allt verður þetta auglýst þegar nær dregur bæði á heimasíðunni u3a.is og í tölvupósti til félagsmanna.

Scroll to Top
Skip to content