Heimsókn í Íslenska erfðagreiningu

Páll Melsted í ÍE

Hópur U3A félaga heimsótti Íslenska erfðagreiningu fimmtudaginn 26. janúar. Páll Melsted, prófessor við HÍ og deildarstjóri hjá ÍE tók á móti hópnum og greindi frá starfsaðferðum og rannsóknum stofnunarinnar. Boðið var upp á kaffi og kökur sem gestir nutu meðan þeir hlýddu á fyrirlesturinn. Að fyrirlestri loknum urðu nokkrar umræður og Páll svaraði spurningum sem vaknað höfðu hjá gestum. Heimsókninni lauk með því að Páll sýndi okkur húsnæði ÍE sem í raun eru þrjú hús undir einu glerþaki.

ÍE hafa verið færðar þakkir fyrir góðar móttökur og fræðandi fyrirlestur.

Scroll to Top
Skip to content