Viðburðir U3A Reykjavík í febrúar 2023

salur í Hæðargarði 2022-10-25

Viðburðir U3A Reykjavík í febrúar 2023

Í febrúar verða fjölbreyttir fyrirlestrar og viðburðir á dagskrá hjá U3A Reykjavík að venju. Menningarhópur stefnir að heimsókn í leikhús til að sjá sýninguna: Ég lifi enn – sönn saga og svo eru auðvitað þriðjudagsfyrirlestrarnir á sínum stað.

7. febrúar flytur Einar Falur Ingólfsson erindi sem hann nefnir: Samtal þriggja tíma, Þar skoðar hann viðfangefni og verk sem annarsvegar breski listamaðurinn W. Collingwood vann á Íslandi sumarið 1897 og hins vegar danski listamaðurinn Johannes Larsen sumrin 1927 og 1930.

11. febrúar fer menningarhópur í leikhús í Tjarnarbíó og sér leiksýninguna: Ég lifi enn – sönn saga. Á eftir verður spjall með leikstjóra verksins Ásdísi Skúladóttur á veitingahúsinu Jómfrúnni.

14. febrúar kemur Skúli Bragi Geirdal, verkefnastjóri hjá Fjölmiðlanefnd og flytur erindi sem hann nefnir: Netöryggi í stafrænum heimi – Mikilvæg atriði varðandi netnotkun eldri borgara.

21. febrúar kemur Björn Oddson, prófessor emeritus við Tækniháskólann í Zürich til okkar með fyrirlestur um verkefni á Vestfjörðum um undirbúning að þjóðgarði á nesinu milli Hestfjarðar og Seyðisfjarðar í Ísafjarðatdjúpi.

28. febrúar kemur Elín Sigrún  Jónsdóttir, lögmaður til okkar og fjallar um erfðamál. Elín er stofnandi lögfræðiþjónustunnar Búum vel.

Allir viðburðir eru auglýstir með góðum fyrirvara á heimasíðunni og í tölvupósti til félagsmanna að venju. Fylgist með og takið þátt er hvatningin til allra félagsmanna.

Scroll to Top
Skip to content