Vorferð U3A félaga til Istanbul, Ankara og Konya

Í undirbúningi er ferð á vegum U3A Reykjavík til Istanbul, Ankara og Konya vorið 2024. Ferðanefnd hefur fundað og komin er ferðalýsing sem fylgir hér ásamt upplýsingum sem kynntar voru á fundi ferðahópsins 7. desember sl.

Tyrkland 2024

Dagskrá 7 des

Þorleifur Friðriksson sér um skipulag ferðarinnar og Jón Björnsson verður leiðsögumaður okkar ásamt staðarleiðsögumanni. Jón Björnsson heldur námskeið til undirbúnings ferðinni:: 18. og 29. jan og 1. og 8. feb. kl. 16:30 í Hæðargarði 31.

Æskileg hópstærð í ferð af þessu tagi, þar sem gengið er að sögustöðum og leiðsögn er veitt á göngunni er 20-25 manns. Því hefur verið ákveðið að bjóða ferðina bæði vor og haust 2024.

Vorferðin verður farin 15.-27. apríl 2024 en haustferðin eftir miðjan september. Dagsetningar geta hnikast til um örfáa daga eftir því hvernig stendur á flugi.

Áætlaður kostnaður er 500-600 þúsund  miðað við gistingu í tveggja manna herbergi, viðbót fyrir eins manns herbergi verður um 100 þúsund. Gist verður á 4 og 5 stjörnu hótelum. Athugið að ekki er enn hægt að gefa upp endanlegt verð, m.a. þar sem verð á flugi er ekki komið.

Staðfestingargjald 100.000.-  greiðist inn á reikning U3A Reykjavík:
kt: 430412-0430
reikn: 0301-26-011864.

Vinsamlegast merkið greiðsluna með kennitölu greiðanda.

Dagur

15.04.2024
Expired!

Tími

11:00 - 12:30
Uppbókað!

The event is finished.

Scroll to Top
Skip to content