Fréttabréf U3A Reykjavík í maí 2024

Við vekjum athygli á að maífréttabréf  U3A Reykjavík er nú komið út og hefur verið sent áskrifendum. Þar er sem fyrr að finna áhugaverðar og skemmtilegar greinar um málefni eldra fólks.

Efni maíbréfsins er:

  • Skautun forsetakosninga
  • Heiðursmerki lífsins
  • Perlur fyrir forvitna
  • Hollusta frá Singapore – sjötta bláa svæðinu
  • Hugarsmíðar á þriðja æviskeiðinu
  • Viðburðir U3A Reykjavík í maí 2024

Fréttabréfið má lesa hér:

Fréttabréf U3A Reykjavík í maí 2024 

Njótið!

Næsta fréttabréf kemur svo út þriðjudaginn 4. júní 2024, en hægt er að skoða fyrri fréttabréf á vef vöruhússins og gerast áskrifandi hér.

Í tilraunaskyni er nú hægt að skoða fréttabréfið sjálfvirkt vélþýtt á ensku, pólsku, litháísku, spænsku og úkraínsku. Fyrirvari er gerður á hugsanlegri brenglun texta í vélþýðingunni

Sérstakur ritstjórnarhópur U3A félaga sér um útgáfu Fréttabréfsins. Því er ætlað að vera vettvangur fræðslu og upplýsinga um málefni fólks á þriðja æviskeiðinu með virkni í fókus. Þar verða birtir fjölbreyttir pistlar og greinar um mál sem varða eldra fólk og tækifæri sem standa þeim til boða, jafnt fyrir sem eftir að hefðbundnu starfi lýkur. Þá mun Fréttabréfið birta pistla um þróun mála eldri borgara innanlands sem erlendis. Félagar U3A Reykjavík eru hvattir til að koma með tillögur um umfjöllunarefni. Ritstjóri Fréttabréfsins er Hjördís Hendriksdóttir, hjordis.hendriks@outlook.com og aðrir í ritstjórn eru þau Ingibjörg Rannveig Guðlaugsdóttir, Hans Kristján Guðmundsson, Jón Ragnar Höskuldsson og Viðar Eggertsson.

Með kveðjum frá ritstjórn

Scroll to Top
Skip to content