Dagskrá U3A Reykjavík í október

Í október verða fjölbreyttir og áhugaverðir viðburðir á vegum U3A Reykjavík eins og áður. Við byrjum með fyrirlestri um Churchill sem Illugi Jökulsson færir okkur þriðjudaginn 4. október. Ásta Logadóttir, sviðstjóri hjá fyrirtækinu Lotu ætlar síðan að fræða okkur um hönnun bygginga og birtu í húsum þriðjudaginn 11. október. Þriðjudaginn 18. október kl. 16:30 kynnir og ræðir Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, eldvirkni á Reykjanesskaga. Boðið verður til laugardagsgöngu um sögulegar styttur í miðborginni 22. október og þriðjudaginn 25. október mun Geir Sigurðsson, prófessor í kínverskum fræðum. spjalla við okkur um heimspeki öldrunar.

Málþing í tilefni af 10 ára afmæli U3A Reykjavík.

Málþingið verður haldið 15.október í Ráðhúsi Reykjavíkur kl. 13:00. Undirbúningsnefnd hefur fengið til leiks frábæra fyrirlesara sem flytja stutt og snörp erindi. Uppistandarinn Ari Eldjárn er síðastur á dagskrá og í lokin verður boðið upp á samveru, spjall og léttar veitingar. Félagar eru hvattir til að fjölmenna. Málþingið er opið öllum og enginn aðgangseyrir. Sjá dagskrá hér.  Opnað verður fyrir skráningu bráðlega og það tilkynnt í tölvupósti til félaga  og verður sýnileg á forsíðu U3A.is“

Fréttir af hópum

Menningarhópur stefnir að leikhúsheimsókn í október til að sjá sýninguna: Á eigin vegum í Borgarleikhúsinu. Dagsetning auglýst síðar. Af öðrum hópum er það að frétta að HeiM-klúbburinn hefur haldið fund og stefnt er að námskeiði um hönnun gönguleiða í Wikiloc-appinu nú í október. Umhverfishópur stefnir að fundi um miðjan október.  Allir fundir og viðburðir eru auglýstir á heimasíðunni u3a.is ásamt því að félagsmenn fá póst þar um.

Gleðilegan október!

Stjórn U3A Reykjavík

 

Scroll to Top
Skip to content