Sögulegar styttur í miðborginni – laugardagsganga 22. október kl. 11:00
U3A Reykjavík býðurnú aftur til göngu um miðborgina laugardaginn 22. október, þar sem sögulegar styttur eru skoðaðar. Leiðsögumaður er Birna Halldórsdóttir.
Upphaf göngunnar er við styttu Ingólfs Arnarsonar á Arnarhóli.
Göngunni milli styttna í miðborg Reykjavíkur má lýsa sem göngu um evrópska og íslenska menningar- og listasögu. Stytturnar eru mikilvæg kennileiti Reykjavíkur og endurspegla sögu þjóðarinnar. Gangan hefst og henni lýkur á Arnarhóli, við styttu Ingólfs Arnarsonar, og mun taka um klukkustund. Gangan er auðveld og nóg af bekkjum á leiðinni til að fá sér sæti og hvílast. Þátttakendur geta aðeins verið 25 talsins og er því nauðsynlegt að skrá sig í gönguna. Fyrsur kemur, fyrstur fær
Gangan er ein af fimm íslenskum leiðum sem voru skráðar með Wikiloc appinu í alþjóðlega HeiM verkefninu sem U3A Reykjavík tók þátt í. Hönnuðir leiðar um sögulegar styttur í miðborginni eru Birna Halldórsdóttir, Elsa Ísfold Arnórsdóttir og Þórunn Ólafsdóttir. Nánari upplýsingar um leiðina má finna þa þessari slóð: Sögulegar styttur í miðborginni.
Gangan milli sögulegra styttna í miðborginni fylgir eftir tímalínu sögunnar og leiðir okkur milli styttna af okkar áhrifamestu persónum í sögulegu og listrænu samhengi. Listaverkin og höfundar þeirra eru stuttlega kynntir. Flestir þessara listamanna voru menntaðir í listaskólum á meginlandi Evrópu eins og má sjá af verkum þeirra og það er ekki síður áhugavert að sjá áhrif þess á íslenska menningu. Listasafn Reykjavíkur gerði árið 2019 að ári útilistaverka. Smáforriti safnsins „Útilistaverk í Reykjavík“ má hlaða niður ókeypis á snjallsíma.
Dagur
- 22.10.2022
- Expired!
Tími
- 11:00 - 12:00
The event is finished.
Fyrirlesari
-
Birna HalldórsdóttirLeiðsögumaður
Birna Halldórsdóttir hefur starfað sem leiðsögumaður síðan 2015 að loknu leiðsögunámi frá MK. Hún tók rútupróf 2019 og hefur síðan einnig tekið að sér ökuleiðsögn. Eftir 11 ára starf á vegum Norræna félagsins, við ferðaþjónustu, skóla- og menningartengsl, starfaði hún frá 1990 sem sendifulltrúi fyrir Alþjóða Rauða krossinn við hjálparstörf og neyðaraðstoð á stríðs- og hamfarasvæðum í Afríku, Asíu og í Karabíska hafinu á Haití. Milli sendifulltrúaferða las hún mannfræði við HÍ og stundaði ýmis störf hér á landi eða var við nám erlendis
Næsti viðburður
- Heimsókn í Lyfjafræðistofnun og Ráðagerði
-
Dagur
- 23 sep 2024
-
Tími
- 11:00