Laugardagsganga um Hólavallagarð
U3A Reykjavík býður félögum til laugardagsgöngu um Hólavallagarð, kirkjugarðinn við Suðurgötu, þar sem menningararfur og minningarmörk, eru skoðuð. Leiðsögumaður er Ingibjörg Rannveig Guðlaugsdóttir.
Gangan mun taka innan við klukkustund og er auðveld þar sem að mestu leyti er gengið eftir stígnum sem liggur austur vestur eftir miðjum garðinum. Þátttakendur geta aðeins verið 15 talsins og er því nauðsynlegt að skrá sig í gönguna.
Gangan hefst kl 11:00 laugardaginn 30. apríl og er upphaf göngunnar rétt innan við hlið Hólavallagarðs við Ljósvallagötu.
Gangan er ein af fimm íslenskum leiðum sem voru skráðar með Wikiloc appinu í alþjóðlega HeiM verkefninu sem U3A Reykjavík tók þátt í. Hönnuður leiðar um Hólavallagarð er Ingibjörg Rannveig Guðlaugsdóttir.
Nánar má fræðast um leiðina hér: Hólavallagarður
Hólavallagarður er sagður „stærsta og elsta minjasafn“ Reykjavíkur vegna þess að hann hefur að geyma eitt merkasta og heillegasta safn á Íslandi af minningamörkum eins og grafsteinum og krossum. Í göngunni laugardaginn 30. apríl er gengið á milli járngerðra minningarmarka, nánar tiltekið járnkrossa, í elsta hluta Hólavallagarðs en fjöldi þessara minningarmarka og þar með járngrindverka í garðinum sem er ein ástæða þess að hann er talinn einstakur. Slík minningarmörk hafa oft glatast í kirkjugörðum erlendis þar sem þau hafa verið brædd til þess að búa til vopn á stríðstímum. Um eitt minningarmarkanna hefur verið sagt að það „myndi sóma sér sem aldarprýði í hvaða kirkjugarði Norðurálfu sem væri“. Sagt verður frá kirkjugarðinum, járnkrossum á leiðum og táknum á þeim og lauslega rakin ævágrip þeirra sem undir þeim hvíla. Einnig er sagt stuttlega frá líkhúsi sem áður var í Hólavallagarði á þeim stað sem klukknaport stendur nú.
Dagur
- 30.04.2022
- Expired!
Tími
- 11:00 - 12:00
The event is finished.
Næsti viðburður
- Heimsókn í Lyfjafræðistofnun og Ráðagerði
-
Dagur
- 23 sep 2024
-
Tími
- 11:00