Ganga um Laugarnes og Kirkjusand 25. september

Fyrsta laugardagsganga U3A Reykjavík er laugardaginn 25. september kl. 11 og verður þá gengið um Laugarnesið og Kirkjusand, menningararfurinn þar skoðaður og mun Hörður Gíslason leiða okkur. Hörður hefur starfað hjá Reykjavíkurborg í um 50 ár, m.a. á því svæði sem gengið er um. Hann er áhugamaður um útivist og sögu.

Leiðin að menningararfinum í Laugarnesinu og Kirkjusandi er auðveld ganga fyrir fimmtíu ára og eldri og tekur um eina til eina og hálfa klukkustund. Þátttakendur geta aðeins verið 20 talsins og er því nauðsynlegt að skrá sig í gönguna hér.

Upphaf göngunnar er hjá Listasafni Sigurjóns Ólafssonar á Laugarnesinu og er hægt að leggja bílum hjá safninu.

Gangan er ein af fimm íslensku leiðum sem voru skráðar með Wikiloc appinu í alþjóðlega HeiM verkefninu sem U3A Reykjavík tók þátt í. Hönnuðir leiðar um Laugarnes og Kirkjusand eru Hörður Gíslason, Elsa Ísfold Arnórsdóttir og Ingibjörg Rannveig Guðlaugsdóttir.

Mikill menningararfur felst í byggðinni í Laugarnesi og á búseta þar sögu allt aftur á landnámsöld þegar Laugarnesjörðin byggðist út frá landnámsjörðinni Vík fyrir vestan. Má ætla að náttúrugæði, gott land til ræktunar, bitlendi, sjóræði frá vörinni við Viðeyjarsund og eyjar fyrir utan hafi ráðið miklu og ekki spillti fagurt útsýni til fjalla. Auk Laugarnesbæjarins, sem var setinn langt fram á tíunda áratugs síðustu aldar, byggði biskup þar sína Laugarnesstofu og danskir Oddfellowar Holdsveikraspítala á nítjándu öldinni. Braggahverfi reis við Kirkjusand í seinni heimsstyrjöldinni. Í dag er í Laugarnesinu listasafn og íbúðir. Kirkjusandur á sér styttri sögu en varð á fyrri hluta 20. aldrar athafnasvæði stórhuga manna sem byggðu þar hús fyrir kjöt- og fiskvinnslu, hús sem sum hver standa enn, en hafa fengið nýtt hlutverk. Á lóðinni á horni Kringlumýrarbrautar og Sundlaugavegar var áður m.a. fiskvinnsla, fangelsi hermanna á stríðsárunum og athafnasvæði Strætó.

Nánar má fræðast um leiðina hér: https://u3a.is/laugarnes-i-reykjavik/

Dagur

25.09.2021
Expired!

Tími

11:00

Verð

ISK6
Uppbókað!

The event is finished.

Fyrirlesari

Næsti viðburður

Scroll to Top
Skip to content