Nóvember verður viðburðaríkur hjá U3A Reykjavík eins og endranær og sérstakur með fimm þriðjuadaga!
Þriðjudaginn 1. nóvember kemur Ásgeir Brynjar Torfason doktor í viðskiptafræði í Hæðargarð með erindi sem hann nefnir: Rafmagnaðir peningar og fjallar þar m.a. um Bitcoin.
Fimmtudaginn 3. nóvember hefst svo námskeið Jóns Björnssonar um Fjandann, víti og hið illa. Námskeiðið heldur áfram fimmtudagana 10. og 17. nóvember.
Þriðjudaginn 8. nóvember verður erindi um keltnesk áhrif á Íslandi sem Þorvaldur Friðriksson, fornleifafræðingur flytur.
Þriðjudaginn 15. nóvember er á dagskrá kynning frá Samtökunum 78 sem Tótla Sæmundardóttir, fræðslustýra samtakanna flytur.
Þriðjudaginn 22. nóvember kemur Stefán Jón Hafstein til okkar og kynnir bók sína: Heimurinn eins og hann er.
Þriðjudaginn 29. nóvember kemur til okkar Arnþór Gunnarsson, sagnfræðingur og talar um sögu hæstaréttar á Íslandi.
Menningarhópur stefnir að viðburði í nóvember og annar fundur umhverfishóps einnig í nóvember sem og fundur bókmenntahóps. Allir þessir viðburðir verða auglýstir sérstaklega.
Jólafundur U3A Reykjavík verður í Nauthól 8. desember kl. 15-17:00. Takið daginn frá.
vetrarkveðjur
Stjórn U3A Reykjavík