Frétt frá afmælismálþingi U3A, 15. október 2022

Málþing U3A 2022-10-15

Málþing í tilefni af 10 ára afmæli U3A Reykjavík var haldið í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur laugardaginn 15. október 2022. Málþingið var fjölsótt og félagsmenn og nýir félagar fylltu salinn. Á dagskrá voru stutt erindi undir yfirskriftinni: Seinni hálfleikur, fræðsla og virkni alla ævi. Birna Sigurjónsdóttir, formaður U3A Reykjavíkur opnaði málþingið og lagði áherslu á stöðuga fjölgun félagsmanna og fjölbreytta fyrirlestra og hópastarf á vegum félagsins. Fundarstjóri Ásdís Skúladóttir tók síðan við og stýrði fundinum.

Dagskráin samanstóð af sex erindum sem öll voru u.þ.b. 10 mínútur. Einnig ávarpaði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri málþingið.  Öll erindin voru í léttum tón og skemmtileg á að hlýða. Hér á eftir fer ágrip af erindum sem flutt voru og byggt á ritun Emmu Eyþórsdóttur, ritara stjórnar U3A Reykjavík.

Ingibjörg R. Guðlaugsdóttir sagði frá stofnun U3A Reykjavík sem hún hafði frumkvæði að fyrir 10 árum.  

Hún sótti alþjóðaþing U3A í Indlandi árið 2011 og kynntist þar fólki sem studdi hana í undirbúningi að stofnun U3A Reykjavík. Hún fékk til liðs við sig undirbúningshóp og samdi við Reykjavíkurborg um aðstöðu í félagsmiðstöðinni Hæðargarði 31. Stofnfundur var haldinn í mars 2012 og mættu 18 manns en 48 gengu í félagið fyrir árslok og teljast stofnfélagar.

Marian Aleson, forstöðumaður UPUA við Alicanteháskóla á Spáni flutti því næst Marion Aleson á málþingi 2022-10-15ávarp sem varpað var upp á tjald.  Hún rakti samstarf „The Permanent University“ sem er starfrækt af háskólanum í Alicante, við U3A Reykjavík frá 2014 og hófst með BALL verkefninu (Be Active through Lifelong Learning). Í kjölfarið fylgdi svo Vöruhús tækifæranna, verkefni sem hefur hlotið viðurkenningar og HEIM verkefnið sem einnig er verðlaunað og hefur kennt okkur margt um Ísland.  Samstarfið hefur leitt til gagnkvæmrar vináttu og áhuga á að kynnast betur og halda samstarfinu áfram í framtíðinni. Hún lauk máli sínu með árnaðaróskum til U3A Reykjavík á 10 ára afmælinu og óskum um áframhaldandi gott samstarf.

Jón Björnsson flutti erindi sem hann nefndi: Ævin og augnablikin og sagði frá JJón Björnsson, sálfræðingurargentínska rithöfundinum og skáldinu Jorge Luis Borges sem dó árið 1986.  Hann var frægur víða um lönd, var aðdáandi norrænnar menningar og kom þrisvar til Íslands.  Honum hefur ranglega verið eignað frægt ljóð, „Instantes“ sem hefur verið þýtt á mörg tungumál.  Höfundur ljóðsins er hins vegar ókunnur. Jón las þetta ljóð, Andrá, í þýðingu Snædísar Snæbjarnardóttur.  Ljóðið lýsir eftirsjá skáldsins vegna augnablika og góðra stunda í lífinu sem ekki urðu að veruleika vegna þess að hann greip ekki tækifærin sem buðust.

Í kaffihléi lék tónlistarhópur létta tónlist. Hópinn skipa Jón Ragnar Höskuldsson og Jón Ragnar Höskuldsson og félagarfélagar.

 

 

 

 

Sigrún Stefánsdóttir nefndi erindi sitt: Er engin leið að losna við þig? Sigrún Sigrún Stefánsdóttir, fjölmiðlafræðingurlýsti reynslu sinni eftir starfslok  í föstu starfi við Háskólann á Akureyri þar sem hún hefur tekið að sér ýmis störf þó fastri ráðningu sé lokið. Hún hefur upplifað fordóma gagnvart sér í þessu hlutverki þar sem ýmsum virðist að fólk eigi að láta sig hverfa við sjötugt.  Hún vill hafa nóg að gera og það hefur gengið eftir og hefur nóg er af verkefnum. Seinni hálfleikurinn á að skapa tækifæri til að njóta sín í störfum eða áhugamálum eftir því sem hverjum hentar.  Einkunnarorðin ættu að vera: „Mikið er gott að við fáum að njóta þín“.

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri ávarpaði samkomuna og ræddi Dagur B. Eggertsson, borgarstjórisamfélagsbreytingar sem eru að gerast þar sem eldra fólki fjölgar hlutfallslega og reiknað er með að helmingur þeirra sem fæddir eru á síðari hluta 20. aldar nái 100 ára aldri. Menntun fram eftir aldri er nú sjálfsögð sem ekki var áður og fleira fólk býr við góða heilsu langt fram eftir aldri.  Sveigjanleg starfslok eru nú tilraunaverkefni hjá Reykjavíkurborg og það getur rutt brautina fyrir vinnumarkaðinn almennt líkt og feðraorlof og stytting vinnuvikunnar.  Hann nefndi kjörorð menntastefnu Reykjavíkurborgar sem er „Látum draumana rætast“ og benti á að það eigi líka við fólk á þriðja æviskeiðinu.  Starfsemi U3A styður fólk til þess.

Benedikt Jóhannesson flutti erindið: Ekki hætta, hann ræddi um regluna um starfslok við sjötugt sem hann taldi órökrétta og ekki skynsamlega.  Vitnaði í Cicero um að aldraðir hafi yfirburði vegna þekkingar sinnar og reynslu.  Starfslok eigi ekki að miða við ákveðinn aldur heldur vilja og getu til starfa.  Hann nefndi fjölda dæma um fólk sem vann sín helstu afrek og var/er í fullu fjöri í mörg ár eftir sjötugt.  Jafnframt á fólk að njóta þessa tímabils, gera eitthvað fyrir sjálft sig og breikka áhugasviðið.  „Aldur er auðlind“.

Davíð Þór Jónsson: Listin að tala við fólk. Davíð Þór sagði frá reynslu sinni af að fá Davíð Þór Jónssoninni með þátt í útvarpi og var hann spurður um markhóp fyrir þáttinn.  Hann taldi að flokkun fólks í markhópa væri markleysa – allir hópar eru fjölbreyttir innbyrðis og ekki ástæða til að skipa fólki í hópa.  Hann sagði frá starfi sínu með eldri borgurum í Laugarneskirkju þar sem honum var þakkað fyrir að tala ekki niður til eldra fólks.  „Það á að tala við fólk eins og ég vil að aðrir tali við mig“ en ekki ákveða fyrirfram hvaða „hópi“ þau tilheyra.

Ásdís fundarstjóri þakkaði fyrirlesurum og minnti á að við þurfum að vinna í þágu Ásdís Skúladóttir, leikstjóriþeirra sem eiga eftir að verða 100 ára í framtíðinni.  Hún las síðan ljóðið „Barn“ eftir Stein Steinarr.

Í lokin kom Ari Eldjárn fram með stórskemmtilegt Ari Eldjárn, uppistandariuppistand að vanda.

 

Scroll to Top
Skip to content