Menningarhópur: Á eigin vegum

Kristín Steinsdóttir

Menningahópur efndi til leikhúsheimsóknar 22. október sl. og sá sýninguna Á eigin vegum í Borgarleikhúsinu sem þar var sýnt fyrir fullu húsi. Hópurinn, 22 manns, hittist á Kringlukránni og borðaði saman fyrir sýninguna. Þar var með okkur höfundurinn Kristín Steinsdóttir og sagði okkur frá bókinni sem leikritið er gert eftir og frá Sigþrúði, aðalpersónunni sem fylgdi henni í tvö ár meðan hún var að skrifa söguna.

Það er óhætt að mæla með sýningunni þar sem notuð er ný tækni til að koma sögunni til skila.

Scroll to Top
Skip to content