Viðburðir U3A Reykjavík í janúar 2023

Janúar verður viðburðaríkur hjá U3A Reykjavík. Auk fjölbreyttra fyrirlestra á þriðjudögum verður á dagskrá málþing um loftslagsmál að frumkvæði umhverfishóps og einnig heimsókn í Íslenska erfðagreiningu undir lok mánaðarins. Allir ættu því að geta fundið eitthvað við sitt hæfi í dagskránni:

10. janúar fjallar Inga Björk Ingadóttir, tónlistarmeðferðarfræðingur um áhrif tónlistar á fólk.

14. janúar verður málþing um loftslagsmál þar sem Helgi Björnsson, jöklafræðingur fjallar um loftslag og þróun jökla, Þóra Ellen Þórhallsdóttir, grasafræðingur ræðir um vistkerfi á landi og Steinunn Hilma Ólafsdóttir, sjávarlíffræðingur flytur erindi sem nefnist: Undir yfirborðið – lífríki sjávar.

17. janúar er Ólöf Guðný Geirsdóttir með erindi sem hún nefnir: Matur & hreyfing, lífsins elexír.

24. janúar kynnir Árni Árnason bók sína: Ingólfur Arnarson: Arfleifð hans og Íslandssagan í nýju ljósi.

26. janúar verður farið í heimsókn í Íslenska erfðagreiningu þar sem Páll Melsted, deildarstjóri tekur á móti okkur.

31. janúar kemur Unnur Þorsteinsdóttir, erfðafræðingur og segir frá rannsóknum sínum en hún var nýlega útnefnd sem fimmta áhrifamesta vísindakona í heiminum.

Allir viðburðir verða auglýstir með góðum fyrirvara á heimasíðunni og í tölvupósti til félagsmanna að venju. Fylgist með og takið þátt er hvatningin til allra félagsmanna.

 

Scroll to Top
Skip to content