Jólafundur árið 2022

jólafundur 2022

Jólafundur U3A Reykjavík var haldinn á veitingastaðnum Nauthól 8. desember. Gestir fundarins voru arkitektarnir Hjördís Sigurgísladóttir og Dennis Davíð Jóhannesson. Þau kynntu bók sína Straumar frá Bretlandseyjum – Rætur íslenskrar byggingarlistar í máli og myndum. Bókin er afrakstur sögulegs rannsóknarverkefnis Hjördísar og Dennis. Hún fjallar um hvernig áhrif frá Bretlandseyjum hafa mótað íslenska byggingarsögu frá upphafi byggðar og fram á daginn í dag. Í bókinni er þessum áhrifum lýst í máli og myndum allt frá upphafi landnáms til nútímans. í kjölfar kynningarinnar sköpuðust góðar umræður um efnið og sátu fyrirlesarar fyrir svörum. Þeim var þakkað fyrir áhugaverða kynningu.

jólafundur 2022

Scroll to Top
Skip to content