Tengsl U3A við eldri borgara í Litháen

Fundur með Litháum

Teodora Dilkienė frá Vilnius Háskóla og Angelė Bajorienė, forstjóri the International Social Academy í Vilnius funda með formanni U3A Reykjavík Hjördísi Hendriksdóttur.

Formaður U3A Reykjavík. Hjördís Hendriksdóttir ásamt fyrri formönnum félagsins, Birnu Sigurjónsdóttur og Hans Kr. Guðmundssyni áttu nýlega fund með Teodora Dilkienė, deildarstjóra ferðamáladeildar í Háskóla þriðja æviskeiðsins í Vilnius og Angelė Bajorienė, forstjóra the International Social Academy í Vilnius. Tilefni fundarins var að efla tengsl við U3A Reykjavík sem varað hafa síðan árið 2017 og ræða frekari samskipti til framtíðar. Ásamt Teodoru er hér 30 manna ferðahópur en hún hefur árlega komið hér með hóp ferðafólks frá Litháen og ferðast um landið.

Scroll to Top
Skip to content