Námskeið um andlega líðan eldri borgara

2023-10-23

Dagana 22. og 23. október var haldið námskeið á vegum U3A Reykjavík um andlega líðan eldri borgara í umsjón Stefáns Jökulssonar . Þátttakendur voru 20 félagsmenn og -konur sem ræddu málin út frá efni frá Stefáni. Meðal spurninga sem rætt var um: Eru eldri borgarar ósáttir við að eldast – eða kannski mjög sáttir? Leggjum við meiri rækt við tilfinningalífið en áður? Er búið að útiloka okkur sem fullorðnar manneskjur frá venjulegu lífi? Erum við tilbúin að stíga út fyrir þægindarammann og takast á við nýjar áskoranir.

Færri komust að en vildu á námskeiðið og líklegt að það verði endurtekið eftir áramót.

Scroll to Top
Skip to content