Hópar

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on email
Share on whatsapp
Hópar eru stór hluti af starfi U3A. Komdu í hóp eða stofnaðu þinn eigin. U3A.is

Á veturna eru starfandi nokkrir hópar undir merkjum U3A. Hóparnir breytast frá ári til árs eftir áhuga félagsmanna hverju sinni. Starfandi hefur verið menningarhópur og hópur um alþjóðamál auk þess sem bókmenntahópur hefur starfað frá upphafi félagsins, stjórnandi hans er Ásdís Skúladóttir.

Settu upp þinn eigin hóp.
Ef þú vilt stofna nýjan hóp þá getur þú gert það og sett inn upplýsingar um efni hópsins og ef vitað er um fleiri sem hafa áhuga á að vera með í honum. Auk fastra umsjónarmanna geta hópar fengið til sín fyrirlesara og greiða meðlimir hópsins honum þá þóknun fyrir ef þess er óskað og samkomulag næst um.

Þá eru hópar í Félagsmiðstöðinni að Hæðargarði 31 opnir félagsmönnum.

Ef þú vilt vera með í hópi þá vinsamlega hafðu samband við umsjónarmann viðkomandi hóps. Ertu með hugmynd að nýjum hóp? Sendu endilega póst á u3areykjavik@u3a.is

Scroll to Top
Skip to content