Hópar

Hópar eru stór hluti af starfi U3A. Komdu í hóp eða stofnaðu þinn eigin. U3A.is

Nokkrir hópar eru starfandi undir merkjum U3A. Hóparnir breytast frá ári til árs eftir áhuga félagsmanna hverju sinni. Á síðasta starfsári voru starfandi menningarhópur undir stjórn Ingibjargar Ásgeirsdóttur og hópur um alþjóðamál undir stjórn Hans Kristjáns Guðmundssonar auk þess sem umhverfishópur var stofnaður og tekur til starfa á komandi hausti. Bókmenntahópur hefur starfað frá upphafi félagsins, stjórnandi hans er Ásdís Skúladóttir.

Þá eru hópar í Félagsmiðstöðinni að Hæðargarði 31 opnir félagsmönnum.

Ef þú vilt vera með í hópi þá vinsamlega hafðu samband við umsjónarmann viðkomandi hóps. Ertu með hugmynd að nýjum hóp? Sendu endilega póst á u3areykjavik@gmail.com

Scroll to Top
Skip to content