Menningarhópur

Umsjón með hópnum hefur menningarnefnd sem í eru Ingibjörg Ásgeirsdóttir umsjónarmaður hópsins, Birna Sigurjónsdóttir, Ólafís Sveinsdóttir og Sigrún Klara Hannesdóttir. 

Menningarnefndin skipuleggur viðburði hópsins, að jafnaði einu sinni í mánuði.  Þeir eru auglýstir á heimasíðunni og í pósti og allir sem eru félagar í U3A geta skráð sig. Fjöldatakmarkanir ráðast af aðstæðum á þeim stað sem við heimsækjum og ákvörðunum þeirra sem taka á móti okkur, þannig að fyrstir koma fyrstir fá.

Markmið menningarhóps U3A Reykjavík er að efna til heimsókna í leikhús, tónleika, söfn og ferða á áhugaverða menningarstaði. Lögð er áhersla á að saman fari helst ánægjuleg upplifun og tími til að setjast saman yfir mat eða kaffi. Þá gefst stund til að ræða það sem heyrt var eða séð eða bara spjalla saman um það sem fólki liggur á hjarta.

Allar hugmyndir um áhugaverða viðburði eru vel þegnar og við hvetjum ykkur til að senda okkur línu og benda á eitthvað sem gaman væri að gera saman. Slíkt má senda á ingasg@simnet.is eða u3areykjavik@gmail.com

Scroll to Top
Skip to content