Fyrirlestrum U3A Reykjavík streymt

Þriðjudagsfyrirlestrum er streymt til félagsmanna. u3a.is

Frá hausti 2020 hefur þriðjudagsfyrirlestrum U3A Reykjavík verið streymt á vefnum til félagsmanna. Þetta er gert með góðu leyfi og samþykki fyrirlesara hverju sinni. Þegar ljóst var að áfram yrðu takmarkanir á fjölda fundargesta í Hæðargarði kom upp sú hugmynd hjá stjórn U3A að leita leiða til að fleiri gætu notið þeirrar fræðslu sem starfsemi og hugmyndafræði U3A byggir á.

Hafist var handa að undirbúa útsendingu fyrirlestranna með Zoom-fjarfundabúnaði. Jón Ragnar Höskuldsson hefur verið frumkvöðull í þessum undirbúningi.

Félagar hafa tekið þessari nýjung vel og fylgst með í beinni útsendingu, hver fyrirlestur er síðan aðgengilegur á netinu í viku. Félagar geta þannig horft og hlustað á fyrirlesturinn eftir á þegar þeir hafa fengið tengil sendan.

Rétt er að geta þess að óheimilt er að dreifa efninu áfram þar sem það er höfundarvarið.

Scroll to Top
Skip to content