Góð mæting á aðalfund U3A Reykjavík

Aðalfundur félagsins var haldinn 1. september sl. í Veröld, húsi Vigdísar Finnbogadóttur. Salurinn var nær fullsetinn en hann rúmar 40 manns með tveggja metra bili milli fundargesta.

Birna Sigurjónsdóttir var endurkjörin formaður, Jón Ragnar Höskuldsson er áfram gjaldkeri og meðstjórnendur eru Birna Bjarnadóttir, Hans Kr. Guðmundsson, Ingibjörg Ásgeirsdóttir, Jón Björnsson og Vera Snæhólm.

Að loknum aðalfundarstörfum var vetrarstarfið til umræðu og komu þar fram góðar hugmyndir um fyrirlesara og námskeið sem stjórnin hefur til hliðsjónar við skipulag viðburða.

Scroll to Top
Skip to content