Fróðleg heimsókn í Reykholt

Reykholt í Borgarfirði. u3a.is

Galvaskur hópur U3A félaga heimsótti Reykholt í Borgarfirði laugardaginn 12. september.

Þar tók Óskar Guðmundsson, sagnfræðingur á móti hópnum sem í sömu viku hafði flutt erindi um samsærið gegn Snorra á þriðjudagsfundi. Hann leiddi hópinn um staðinn, greindi frá uppgreftri bæjarhúsanna og fjallaði um sögusviðið og uppbyggingu staðarins.

Hópurinn skoðaði kirkjuna, bókasafnið og þáði loks kaffi og hressingu í Snorrastofu þar sem Óskar rakti söguna eins og hún birtist í myndefni sem þar er á veggjum.

Grímubúnir félagar héldu fróðari heim.

Scroll to Top
Skip to content